Um NóNu

Nóna er íslenskt barnafatamerki sem var stofnað árið 2016 af Sif Vilhjálmsdóttur. Sif hefur prjónað í yfir 10 ár og hefur alltaf haft mikla sköpunargleði. Henni fannst vanta meira úrval af fallegum prjónaflíkum og ákvað því að prófa sig áfram og úr því varð Nóna. Nafnið Nóna kemur fá móðurömmu Sifjar sem var mikil prjónakona sem kenndi móður Sifjar allt sem hún kunni og þaðan lærði Sif.

Allar vörur Nónu eru ýmist prjónaðar eða heklaðar. Línan einkennist af mjúkum flíkum, fallegum litum og flíkum sem henta fullkomnlega fyrir íslenskt veðurfar. Allar flíkur henta jafn fyrir bæði kynin.

Flíkurnar eru allar unnar úr merinoull. Merinoullin kemur af Merino kindum sem eru upprunalega frá Spáni. Merinoullin er fíngerðari en venjuleg ull og hentar þannig vel fyrir fólk með viðkvæma húð, þess vegna hentar hún mjög vel fyrir litla fólkið sem vill alls ekki ull sem stingur, Einangrunareiginleikar merinoullar eru einstakir og þar að auki er hún létt og andar vel. Merinoullin er teygjanleg sem fyrirbyggir það að flíkur aflagist og krumpist við notkun og hafa kúnnar okkar talað um að flíkurnar hreinlega stækki með barninu